Directory

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eleanor Roosevelt með yfirlýsinguna.

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er yfirlýsing um það sem telja skuli mannréttindi, þ.e. réttindi allra einstaklinga, sem samþykkt var af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 10. desember 1948. Einn aðalhvatamaðurinn að gerð yfirlýsingarinnar, Eleanor Roosevelt, kallaði hana Magna Carta alls mannkyns. Yfirlýsingin var skrifuð í kjölfar Síðari heimsstyrjaldarinnar þar sem ýmsir töldu Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna ekki nægilega sterka sem viðbrögð við hörmungum styrjaldarinnar og glæpum nasista.

Mannréttindayfirlýsingin lýsir markmiðum og er ekki lagalega bindandi, enda ekki undirrituð sem slík af neinum. Hins vegar hefur hún virkað mjög sterkt sem tæki til að þrýsta á ríki að virða hana og bæta löggjöf til samræmis við hana. Þá eru all margir alþjóðasáttmálar byggðir á yfirlýsingunni